28.5.2007 | 18:20
Framtíðartölvan
Svonan sáu menn fyrir sér framtíðartölvuna árið 1950. Framtíðartölvuna 2004. Ég keypti mér Mac book í febrúar 2004. Hún var sannarlega ekki svona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 22:52
Stjórnarmyndunarviðræður
Skyldi fólk bíða með öndina í hálsinum eftir að heyra forsætisráðherra tilkynna hvaða stjórn mun fara með völdin í landinu næstu fjögur ár? Ég verð að viðurkenna að ég á ekki von á neinum breytingum öðrum en þeim að Sjálfstæðisflokkurinn mun eiga fleiri ráðherra þetta kjörtímabil. Kjaftasagan (sem Haarde blés á í fréttum Útvarpsins) er sú að Sjallar hefðu boðið Framsókn fjóra ráðherrastóla og áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Sjáum hvað setur.
Á Bylgjunni í dag hringdi fólk inn og tjáði sig um hugsanlega ríkisstjórn. Tveir voru á því að Framsókn gæti einfaldlega ekki haldið áfram að nauðga lýðræðinu.
Sérstaklega til orða tekið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 17:21
Í vandræðum með að gera upp hug þinn? Taktu prófið
Fékk ábendingu um próf á netinu fyrir þá sem ekki hafa gert upp hug sinn um hvað sé best að kjósa á laugardaginn.
Smellið hér til að taka prófið!
Prófið er unnið af nemendum á félagsvísinda- og hagfræðideild Háskólans á Bifröst.
Spurningarnar og þau gildi sem hver flokkur fær í hverri þeirra eru unnin upp úr stefnuskrám flokkanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2007 | 16:06
Bless Landsbanki - halló Kaupþing
Í mörg ár fékk ég gylliboð um að skipta um viðskiptabanka. Sparisjóðnum, KB banka (nú Kaupþing) og Íslandsbanka (nú Glitnir). Ég bað þá sem hringdu eða stoppuðu mig í Kringlunni bara vel að lifa. Um banka skipti ég ALDREI. Ástæðan var einföld. ÉG var með frábæran þjónustufulltrúa og þekkti nánast allt starfsfólk Grindavíkurútibús. Ef ég hringdi þá var það yfirleitt "sæl Kristín María, hvað er að frétta? Gengur ekki vel í skólanum?" Þetta fannst mér ómetanlegt. Frekar borgaði ég nokkrum þúsundköllum meira á ári í færslugjöld og annað en að missa af þjónustunni. Það er jú hún sem skiptir höfuðmáli. En í dag eru tímarnir breyttir. Í stað þess að labba í slorgallanum í bankann í hádeginu á föstudegi til að taka út pening fer maður bara inn í einkabankann í tölvunni. Þegar ég var á námslánunum fyrstu árin í háskólanum gat ég reyndar sent frábæra þjónustufulltrúanum meil og fengið aðeins meiri yfirdrátt. Þegar hann svo hætti í Landsbankanum eftir ég veit ekki hvað mörg ár í Landsbankanum þá hlaut ég að geta það líka. Ég elti þó ekki þjónustufulltrúan í Sparisjóðinn heldur kærastann í Kaupþing. Ekki það að Landsbankinn hafi gert nokkuð sem gaf mér ástæðu til að skipta. ÉG sakna hans reyndar helling.........Þeir eiga jú bestu bankaauglýsingu allra tíma, "Við erum Íslendingar"
Um jólin ætla ég að senda þeim jólakort og þakka þeim viðskiptin í gegnum árin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2007 | 20:16
Stelpu með stór brjóst!
Það er smá stund milli stríða hjá mér í blessuðu BA skrifunum. Fékk þennan skemmtilega brandara sendan áðan í pósti og ég má til með að deila honum......
Þegar ég var 16 ára, vonaðist ég til að einhvern daginn myndi ég eignast
kærustu.
Þegar ég var orðinn 18 eignaðist ég kærastu, en það var engin ástríða. Svo
ég ákvað að finna mér ástríðafulla stelpu með tilfinningu fyrir lífinu og
tilverunni.
Á háskólaárunum var ég með ástríðufullri stelpu, en hún var of
tilfinningasöm.
Allt var neyðarástand í hennar augum. Hún grét og hótaði að drepa sig.
Ég fann fljótlega að mig vantaði stelpu sem væri traust og jarðbundinn.
Loks, þegar ég var orðin 25 hitti ég mjög jarðbundna stelpu, en hún var
leiðinleg. Hún var algjörlega útreiknanleg og varð aldrei spennt yfir einu
eða neinu.
Lífið varð svo leiðinlegt að ég ákvað að reyna að finna mér stelpu sem að
væri spennandi.
Þegar ég var 28 fann ég mjög spennandi stelpu, en gat engan veginn haldið í
við hana. Hún rauk úr einu í annað og gat aldrei verið lengi á sama stað eða
verið lengi með sömu áhugamálin. Hún framkvæmdi allt sem henni datt í hug,
hvort sem það var hættulegt eða fífldjarft og daðraði við allt sem
hreyfðist. Hún var skemmtileg en áttavillt. Þannig að ég ákvað að reyna að
finna aðra stelpu með metnað.
Þegar ég var orðin 31 fann ég loksins gáfaða stelpu með metnað. Hún var með
fæturna á jörðinni og við giftum okkur. Hún var svo metnaðarfull að hún
skildi við mig, hirti allt sem ég átti og stakk af með besta vini mínum.
Núna er ég 44 og er að leita að stelpu með stór brjóst!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2007 | 19:14
Samkynhneigðir og kirkjan
Skil ekki þessi gömlu gildi kirkjunnar:
Tillagan um að prestar fengju heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld með 64 atkvæðum gegn 22 en ríflega 40 prestar og guðfræðingar lögðu hana til. Þá var málamiðlunartillögu um að prestar fengju heimild til að vígja samvist samkynhneigðra án þess að um hjónaband væri að ræða, vísað frá.
Prestastefnan samþykkti hins vegar álit kenninganefndar um að prestar fái heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra með blessun og segir Karl Sigurbjörnsson biskup álitið ganga út á að kirkjan beri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum í þessu máli
Biskup segir það vera löggjafans í landinu að ákveða skilyrði til hjúskapar, verði breytingar þar á taki kirkjan á því. Hann segir þetta vera stórt skref, nú sé íslenska kirkjan meðal þeirra kirkna sem lengst ganga í þessum málum.
Hvernig væri að krikjan færi að bera virðingu fyrir fólki eins og samkynhneigðum? Ég vona að komandi ríkisstjórn, hverjir sem koma til með að sitja í henni, átti sig á þeim sjálfssögðu mannréttindum sem felast í hjónavígslu samkynhneigðra.
Góða helgi :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.4.2007 | 22:59
Frásögn hundaeiganda
Mér þótti sorgleg frásögnin í Fréttablaðinu í gær þar sem hundaeigandi varð að senda gamlan hund sinn í burtu vegna þess að einhver kona í húsinu varð ósátt við að hann slysaðist til að gera óvart þarfir sínar einu sinni á blettinn. Þess skal reyndar geta að þegar um svona frásagnir er að ræða eru alltaf tvær hliðar á málunum. Og ég ætla ekkert að fara neitt frekar ofan í saumana á þessu máli. Mér finnst hins vegar ótrúleg þau boð og bönn sem hafa verið í garð hunda í gegnum árin þegar þau eru nánast engin gagnvart köttum. Sú kona sem krafðist þess að hundurinn færi átti kött. Má vel vera að það sé "inniköttur".
Það sem pirrar mig í svona málum er að fólk þarf ekki sérstakt leyfi til að halda ketti. Kettir eru ekki hafðir í bandi og þeir geta valsað um allan bæinn og gert þarfir sínar hér og þar, þ.m.t. í sandkassa. Það þarf ekki að greiða sérstaklega til að halda kött eins og hundaleyfisgjald. Hvers vegna ekki?
Nú er það svo að sjálf er ég að fá hund og bý í fjölbýlishúsi þar sem eru sex íbúðir. Þegar við ræddum við nágranna okkar um hvort það væri í lagi sögðu allir já. Þrír þeirra sögðu reyndar "svo lengi sem það er ekki köttur"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2007 | 13:46
Eru pólitískar skipanir sendiherra nauðsynlegar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2007 | 16:27
Frambærileg
Það hljóta að vera hamingjutíðindi vestra að Hillary sé nú loksins búin að staðfesta þann "rúmor" sem hefur verið í gangi í nokkur ár að hún ætli að bjóða sig fram sem forsetaefni Demókrata. Verð að segja eins og er að mér líst gríðalega vel á kellu og held hún muni sóma sér og sínum vel nái hún kjöri. Annar þekktur maður, Rudy Gulliani mun sennilegast líka bjóða sig fram en hann er í rauða liðinu. Það verður að segjast eins og er að þó svo kauði sé rebúblíkani þá er maðurinn ekkert venjulegur. Hann og Hillary eru bæði mjög frambærilegir frambjóðendur og það má segja að komandi ár boði betri tíð í henni Ameríkunni.
Hillary Clinton ítrekar að hún taki ákvarðanir sjálf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.1.2007 | 18:12
Lestarsamgöngur enn úr skorðum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)