14.5.2007 | 22:52
Stjórnarmyndunarviðræður
Skyldi fólk bíða með öndina í hálsinum eftir að heyra forsætisráðherra tilkynna hvaða stjórn mun fara með völdin í landinu næstu fjögur ár? Ég verð að viðurkenna að ég á ekki von á neinum breytingum öðrum en þeim að Sjálfstæðisflokkurinn mun eiga fleiri ráðherra þetta kjörtímabil. Kjaftasagan (sem Haarde blés á í fréttum Útvarpsins) er sú að Sjallar hefðu boðið Framsókn fjóra ráðherrastóla og áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Sjáum hvað setur.
Á Bylgjunni í dag hringdi fólk inn og tjáði sig um hugsanlega ríkisstjórn. Tveir voru á því að Framsókn gæti einfaldlega ekki haldið áfram að nauðga lýðræðinu.
Sérstaklega til orða tekið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.