Bless Landsbanki - halló Kaupþing

Í mörg ár fékk ég gylliboð um að skipta um viðskiptabanka. Sparisjóðnum, KB banka (nú Kaupþing) og Íslandsbanka (nú Glitnir). Ég bað þá sem hringdu eða stoppuðu mig í Kringlunni bara vel að lifa. Um banka skipti ég ALDREI.  Ástæðan var einföld. ÉG var með frábæran þjónustufulltrúa og þekkti nánast allt starfsfólk Grindavíkurútibús. Ef ég hringdi þá var það yfirleitt "sæl Kristín María, hvað er að frétta? Gengur ekki vel í skólanum?" Þetta fannst mér ómetanlegt. Frekar borgaði ég nokkrum þúsundköllum meira á ári í færslugjöld og annað en að missa af þjónustunni. Það er jú hún sem skiptir höfuðmáli. En í dag eru tímarnir breyttir. Í stað þess að labba í slorgallanum í bankann í hádeginu á föstudegi til að taka út pening fer maður bara inn í einkabankann í tölvunni. Þegar ég var á námslánunum fyrstu árin í háskólanum gat ég reyndar sent frábæra þjónustufulltrúanum meil og fengið aðeins meiri yfirdrátt. Þegar hann svo hætti í Landsbankanum eftir ég veit ekki hvað mörg ár í Landsbankanum þá hlaut ég að geta það líka. Ég elti þó ekki þjónustufulltrúan í Sparisjóðinn heldur kærastann í Kaupþing. Ekki það að Landsbankinn hafi gert nokkuð sem gaf mér ástæðu til að skipta. ÉG sakna hans reyndar helling.........Þeir eiga jú bestu bankaauglýsingu allra tíma, "Við erum Íslendingar" 

Um jólin ætla ég að senda þeim jólakort og þakka þeim viðskiptin í gegnum árin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þarna gerðir þú mistök.  Ég er búinn að vera í kaupþing lengi búinn að fara með þeim í gegnum mörg nöfn.  Þjónustan hjá þeim er mjög slæm og ef ég væri ekki með húnsnæðislán hjá þeim væri ég hættur hjá þeim fyrir longu.  Ég bíð eftir því ð skipta um íbúð til að geta skipt um banka um leið þá verður landbankinn fyrir valinu.

Þórður Ingi Bjarnason, 4.5.2007 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband