8.4.2007 | 22:59
Frásögn hundaeiganda
Mér þótti sorgleg frásögnin í Fréttablaðinu í gær þar sem hundaeigandi varð að senda gamlan hund sinn í burtu vegna þess að einhver kona í húsinu varð ósátt við að hann slysaðist til að gera óvart þarfir sínar einu sinni á blettinn. Þess skal reyndar geta að þegar um svona frásagnir er að ræða eru alltaf tvær hliðar á málunum. Og ég ætla ekkert að fara neitt frekar ofan í saumana á þessu máli. Mér finnst hins vegar ótrúleg þau boð og bönn sem hafa verið í garð hunda í gegnum árin þegar þau eru nánast engin gagnvart köttum. Sú kona sem krafðist þess að hundurinn færi átti kött. Má vel vera að það sé "inniköttur".
Það sem pirrar mig í svona málum er að fólk þarf ekki sérstakt leyfi til að halda ketti. Kettir eru ekki hafðir í bandi og þeir geta valsað um allan bæinn og gert þarfir sínar hér og þar, þ.m.t. í sandkassa. Það þarf ekki að greiða sérstaklega til að halda kött eins og hundaleyfisgjald. Hvers vegna ekki?
Nú er það svo að sjálf er ég að fá hund og bý í fjölbýlishúsi þar sem eru sex íbúðir. Þegar við ræddum við nágranna okkar um hvort það væri í lagi sögðu allir já. Þrír þeirra sögðu reyndar "svo lengi sem það er ekki köttur"
Athugasemdir
Voru ekki einmitt settar reglur í fyrra í sambandi við kattarhald? Allir kettir verða að vera örmerktir að öðrum kosti lógað ef þeir finnast. Annars skil ég ekki afhverju það þarf alltaf að vera að bera saman hunda og ketti. Þetta eru óskyld dýr, með ólíkar þarfir og gjörólíkt eðli. Ég er bæði með hunda og kött og get ekki séð að fólk þurfi alltaf annað hvort að vera ''hunda eða kattarfólk''.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.4.2007 kl. 02:02
Er frekar fyrir hunda en konan mín elskar ketti og við eigum einn sem heitir Tígri. Það skemmtilega er að Tígri heldur að hann sé hundur, hagar sér þannig svo þetta er allt saman að blessast....
Örvar Þór Kristjánsson, 12.4.2007 kl. 15:28
Hundurinn minn heitir Zorro og hann er hræddur við ketti,,,
Skafti Elíasson, 18.4.2007 kl. 22:56
Alveg ótrúlegt.
Kolla, 19.4.2007 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.