7.4.2007 | 13:46
Eru pólitískar skipanir sendiherra nauðsynlegar?
Það er gaman að skoða skipanir sendiherra síðustu 20 árin. Margar spurningar koma upp í hugann við rannsókn slíkra skipana og nauðsynlegt að skoða málið út frá öllum mögulegum sjónarhornum. Sendiherraskipanir hafa verið umdeildar í áraraðir enda margir um hituna og stöðurnar ekki auglýstar. Margt í þessu kemur almenningi spánskt fyrir sjónir og öðrum þykir hið sama eðlilegasti hlutur. Er ekki bara sjálfsagt að sumir sendiherrar séu pólitískt skipaðir? Er nauðsynlegt að auglýsa þessar stöður og ráða í þær faglega? Eða er eðlilegt að hér ríki algert stigveldi eins og annars staðar og sá eða sú með mesta reynslu og þekkingu fái sendiherratign? Hvað einkennir góðan sendiherra og hvaða kröfur ætti að gera til þess sem gegnir slíkri stöðu?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.