23.1.2007 | 16:27
Frambærileg
Það hljóta að vera hamingjutíðindi vestra að Hillary sé nú loksins búin að staðfesta þann "rúmor" sem hefur verið í gangi í nokkur ár að hún ætli að bjóða sig fram sem forsetaefni Demókrata. Verð að segja eins og er að mér líst gríðalega vel á kellu og held hún muni sóma sér og sínum vel nái hún kjöri. Annar þekktur maður, Rudy Gulliani mun sennilegast líka bjóða sig fram en hann er í rauða liðinu. Það verður að segjast eins og er að þó svo kauði sé rebúblíkani þá er maðurinn ekkert venjulegur. Hann og Hillary eru bæði mjög frambærilegir frambjóðendur og það má segja að komandi ár boði betri tíð í henni Ameríkunni.
Hillary Clinton ítrekar að hún taki ákvarðanir sjálf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
frúin á eftir að rúlla þessu upp....
Ólafur fannberg, 23.1.2007 kl. 16:33
Fyrst hún gat gert kallinn sinn að forseta þá er eitthvað sem segir mér að hún ætti að geta sjálfa sig að forseta enda er hún mjög frambærileg.
Davíð, 29.1.2007 kl. 22:36
Ætili hún geti "tekið til" eftir hann Bush???
Kolla, 1.2.2007 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.