20.1.2007 | 18:12
Lestarsamgöngur enn úr skorðum
Styttist í heimferð. Ekki nema um tólf tímar þangað til við leggjum í hann út á flugvöll. Óvíst er með lestarferðir til Frankfurt og getur farið svo að við þurfum að taka lestina frá Dartmouth. Óveðrið í fyrradag virðist hafa skemmt einhverjar rafmagnslínur enda fóru lestarsamgöngur hér úr skorðum í fyrsta skipti í sögu þessara nýju lesta þegar Kyrill gekk yfir með látum. Annars er hitinn búinn að vera fínn, hálfgert sumarverður og mann hryllir við tilhugsunina að lenda í snjó og slabbi. Heima bíður þó fólkið sem ég hef saknað þessa viku.
Athugasemdir
Til hamingju með bloggið. heims yfirráð eða dauði.
TómasHa, 20.1.2007 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.